Fréttir

26.06.2015

444

Mikil orka

Núna stendur Orkumótið í fótbolta yfir og flykkjast þá fjörugir fótboltastrákar í Sæheima. Allir vilja þeir að sjálfsögðu heilsa upp á Tóta lunda. Á myndinni eru strákar úr FH að klappa honum. Tóti lundi er nefndur eftir Þórarni Inga, knattspyrnumanninum knáa, sem lék með ÍBV en er nú genginn í raðir FH. Söguskýring Sæheima á því er að Þórarinn Ingi hafi farið inn í vitlausa lundaholu og hafi komið upp í Hafnarfirði, en Tóti okkar rati alltaf í réttu holuna. 


Til baka