Fréttir

11.03.2015

431

Heimsókn

Þessi fjölskylda, sem býr í Miami í Flórida, kom í heimsókn á safnið í dag. Það væri nú ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þau komu til Vestmannaeyja eingöngu til að heimsækja lundann Tóta. Á ferð þeirra um Suðurland varð einhver á vegi þeirra sem sagði þeim frá því að í Sæheimum væri lifandi lundi. Þau urðu mjög spennt og drifu sig í Þorlákshöfn þar sem þau tóku fyrri ferð Herjólfs  til Vestmannaeyja og fara síðan til baka í fyrramálið. 


Til baka