Fréttir

09.01.2015

405

Þrettándinn

Þrettándinn verður haldinn hátíðlegur nú um helgina. Þegar búið er að kveðja álfa, tröll og jólasveina er tilvalið að bregða sér í Sæheima og kíkja á dýrin þar. Þau eru öll ennþá í jólaskapi og sömuleiðis starfsfólkið eins og sjá má á þessari mynd.

Opið verður á safninu bæði laugardag (10/1) og sunnudag (11/1) klukkan 13 til 16 og verður ókeypis aðgangur inn á safnið þessa daga.


Til baka