Fréttir

05.09.2014

237

Þúfutittlingi bjargað

Tvær stelpur komu á safnið með þúfutittling sem flogið hafði á rúðu og var vankaður. Ákveðið var að hafa hann til athugunar í nokkra klukkutíma og sjá hvort  hann myndi ekki jafna sig. Hann gerði það svo um munaði og náði að fljúga upp úr kassanum sínum. Hann flögraði um skrifstofuna með starfsmenn safsnins á eftir sér. Að lokum náðist að handsama fuglinn og var honum sleppt næsta garði. Hann flaug hinn hressasti á vit frelsisins. 


Til baka