Fréttir

29.08.2014

233 234 235

Nýstárleg veiðiaðferð

Við á Sæheimum - Fiskasafni erum svo heppin að á hverju sumri eru hér nokkrir hjálparkokkar sem aðstoða okkur við ýmis störf. Einn af þeim er hann Tobbi, sem er mikill veiðimaður. Þegar lagðar voru gildrur við Ræningjatanga fyrr í vikunni kom hann auga á ígulker ofan í sjónum og teygði sig eftir því. Ekki voru handleggirnir alveg nægilega langir og því brá hann á það ráð að fara úr skónum og náði að veiða ígulkerið í annan skóinn sinn. Hér á myndinni sést hann með nýja veiðarfærið og aflann.


Til baka