Fréttir

13.07.2014

189

Æðarungi

Þessum litla æðarunga var bjargað úr klóm kattar og komið með hann á safnið. Hann reyndist vera óskaddaður eftir viðskiptin við köttinn. Því var ákveðið að sleppa honum eftir að hann hafði fengið smá matarbita í gogginn. Farið var með hann á tjörnina inni í dal og slóst hann þar í hóp annarra æðarunga eftir nokkrar tilraunir hans til að fara aftur til bjargvættar síns.


Til baka